Fundur í Nordplus Law and Media Network

Dagana 11. og 12. apríl er haldinn fundur í netverkinu Nordplus Law and Media Network, sem Mannréttindastofnun er aðili að. Samstarfsaðilar eru háskólinn i Tallinn, Eistlandi, háskólinn í Tampere, Finnlandi og háskóli Lettlands. Þátttakendur eru um tuttugu frá samstarfsháskólunum auk Danmörku, Svíþjóð og Litháen. Á fundinum er m.a. fjallað um friðhelgi einkalífs og ærumeiðingar í fjölmiðlum, reglur um skaðabótaábyrgð o.fl. Nánari upplýsingar um netverkið má sjá hér.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is