Dómar Mannréttindadómstóls Evrópu um hælisleitendur og flóttamenn

Skýrsla með dómum Mannréttindadómstóls Evrópu um hælisleitendur og flóttamenn á tímabilinu 1. janúar 2000 til 30. júní 2015, hefur nú verið birt á heimasíðu stofnunarinnar. Í skýrslunni má finna kerfisbundna flokkun dómanna þar sem þeir eru reifaðir ásamt tilvísunum til fræðaskrifa sem skýra og setja þá í samhengi.

Skýrsluna má sjá hér.

Rannsóknarverkefnið var styrkt af Erasmus+ og fékk Mannréttindastofnun meistaranema frá Póllandi til námsdvalar í tvo mánuði til að vinna það undir leiðsögn Oddnýjar Mjallar Arnardóttur prófessors.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is