Hvernig eflum við best tjáningarfrelsi?
Í tilefni af starfi nefndar forsætisáðherra um umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla og upplýsingafrelsis, sem nýlega skilaði af sér fimm lagafrumvörpum á þessu sviði og hefur frekari frumvörp í vinnslu, boða Mannréttindastofnun Háskóla Íslands, Orator, félag laganema, og ELSA Iceland til fundaraðar um efni frumvarpanna og það hvernig tjáningarfrelsi verði best eflt á Íslandi. Fundirnir verða í hádeginu þrjá miðvikudaga í röð, frá 7.-21. nóvember.
1. fundur: Ærumeiðingar og hatursorðræða – 7. nóvember, kl. 12:00-13:15.
- „Ærumeiðingar – Frá refsingum til einkaréttarlegra úrræða“ – Eiríkur Jónsson, prófessor og deildarforseti Lagadeildar Háskóla Íslands.
- „Hatursorðræða. Dómaframkvæmd á Íslandi.“ – Hulda María Stefánsdóttir, saksóknari hjá Ríkissaksóknara og aðjúnkt við Lagadeild Háskóla Íslands.
- „Hatursorðræða – Refsigleði umfram nauðsyn í lýðræðislegu samfélagi?“ – Davíð Þór Björgvinsson, landsréttardómari og rannsóknarprófessor við Háskóla Íslands.
- Stjórnandi – Ester Petra Gunnarsdóttir, funda- og ráðstefnustjóri ELSA Iceland.
2. fundur: Ábyrgð hýsingaraðila, gagnageymd og lögbann sem tæki til takmörkunar á tjáningu – 14. nóvember, kl. 12:00-13:15.
- „Ábyrgð hýsingaraðila og gagnageymd fjarskiptafyrirtækja“ – Hörður Helgi Helgason, lögmaður.
- „Lögbann sem tæki til takmörkunar á tjáningu“ – Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður.
- Stjórnandi –Fjölnir Daði Georgsson, funda- og menningarmálastjóri Orator.
3. fundur: Tjáningarfrelsi, þagnarskylda og uppljóstraravernd – 21. nóvember, kl. 12:00-13:15.
- „Tjáningarfrelsi og þagnarskylda opinberra starfsmanna“ – Páll Hreinsson, forseti EFTA-dómstólsins og rannsóknarprófessor við Háskóla Íslands.
- „Vernd uppljóstrara“ – Elísabet Gísladóttir, lögfræðingur í Dómsmálaráðuneytinu.
- Stjórnandi – Birgitta Jónsdóttir, stjórnarformaður IMMI.
Boðið verður upp á brauð og kaffi á öllum fundunum.