IV C-3 Réttur til húsnæðis

Til baka í efnisyfirlit IV hluta

 Réttindi  Sáttmálar  Íslensk lög

Réttur til húsnæðis og til húsnæðisstyrks

 

 

 

.

11. gr. SEFMR

3. mgr. 27. gr. Barnasáttmálans

FSE endurskoðaður*

 

 

*Ísland hefur undirritað en ekki fullgilt FSE eftir endurskoðun hans.

 

 

Lög um húsaleigubætur nr. 138/1997. Sjá 1. gr. Engar takmarkanir á búsetutíma eða þjóðerni. Húsaleigubætur greiðast miðað við þörf og greiðast af sveitarfélögum.

 

Íslenskur réttur

 

11. gr. SEFMR nefnir réttinn til húsnæðis sem þátt í grundvallarréttindum allra og hefur nefindin talið að í þeim rétti felist meira en sú lágmarkskrafa að allir hafi einhvers konar húsaskjól. Nefndin hefur talið að tryggja verði öryggi (þ.e. vernd gegn útburði og hótunum um aðgerðir til að svipta fólk húsnæði);  lágmarksgæði húsnæðis (s.s. hita, vatn hreinlætisaðstöðu o.s.frv.); viðráðanlegan kostnað;  það að húsnæði sé íbúðarhæft; aðgengi og staðsetingu sem tryggir aðgang að vinnu og nauðsynlegri þjónustu.[1]

 

Í 3. mgr. 27. gr. Barnasáttmálans er sérstaklega mælt fyrir um skyldu ríkisins til að láta í té, þegar þörf krefur, efnislega aðstoð og stuðningsúrræði við foreldra og aðra þá sem sjá um börn, einkum varðandi fæði, klæði og húsnæði.

 Til baka í töflu

 

FSE, eftir endurskoðun, mælir fyrir um að aðildarríki skuli stuðla að því að fók hafi hæfilegt húsnæði til afnota, að minnka fjölda heimilislausra og aðstoða þá sem hafa nægileg fjárráð til að afla sér húsnæðis í (31. gr.). Ísland hefur undirritað en ekki fullgilt FSE, eftir endurskoðun hans.

 

Sáttmáli ILO nr. 97 hefur að geyma ákvæði um jafnrétti varðandi íverustað og í yfirlýsingum (recommendations) hefur ILO einnig mælst til þess að farandlaunþegum sé séð fyrir hæfilegu húsnæði (ILO R 86, 100 og 115 og 151). Yfirlýsingar hafa minna vægi en sáttmálar þar sem þær eru ekki formlega bindandi. Samningur SÞ um réttindi farandlaunþega veitir farandlaunþegum sem eru löglega í landinu rétt til jafnræðis við eigin þegna varðandi aðgang að húsnæði, þ.m.t. félaglegra íbúða, og vernd gegn misneytingu varðandi leigu (43. gr.). Um fremur veikt ákvæði er að ræða og Ísland hefur ekki fullgilt samninginn. Því er óvíst hvert vægi samningurinn hefur ef reynir á ákvæði um rétt til húsnæðis hér á landi.

 

Íslenskur réttur

Engar takmarkanir eru á því að útlendingar, sem búsettir eru hérlendis, eigi aðgang að húsaleigubótum. Allur greinarmunur á grundvelli þjóðernis varðandi aðgang að húsnæði og fjármögnun þess myndi að líkindum falla innan gildissviðs 65. gr. STS og jafnræðisreglu stjórnsýslulaga.

 

Tilvísanir


[1] Eide, bls. 133.

Til baka í töflu

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is