Mannréttindaákvæði stjórnarskrár í 10 ár: Áhrif og framtíðarsýn

Mannréttindaákvæði stjórnarskrár í 10 ár: Áhrif og framtíðarsýn

Ráðstefna haldin föstudaginn 8. apríl 2005 í samvinnu Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands og Mannréttindaskrifstofu Íslands í aðalsal Öskju (N132), Náttúrufræðahúss Háskóla Íslands.

Mannréttindastofnun Háskóla Íslands og Mannréttindaskrifstofa Íslands efna til ráðstefnu um mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar þann 8. apríl nk. Tilefnið er að á þessu ári eru liðin tíu ár síðan nýr og breyttur mannréttindaskafli stjórnarskrárinnar tók gildi með stjórnarskipunarlögum nr. 97/1995 og leysti af hólmi mannréttindaákvæði sem voru nær óbreytt frá fyrstu stjórnarskrá Íslands 1874.

Markmið ráðstefnunnar er að fjalla um áhrif hinna nýju mannréttindaákvæða á íslenskan rétt síðasta áratug, m.a. í ljósi stefnumarkandi dóma sem gengið hafa á þessu sviði. Leitað verður svara við því hvort það meginmarkmið breytingarlaganna hefur náðst að efla, samhæfa og samræma  mannréttindaákvæðin þannig að þau gegni betur því hlutverki sínu að vera vörn almennings í samskiptum við þá sem fara með ríkisvald eða hvort frekari breytinga sé þörf. Þá verður framkvæmd nýju mannréttindaákvæðanna í íslenskum rétti borin saman við reynslu Finna af nýjum mannréttindakafla sem kom inn í finnsku stjórnarskrána árið 1995.

Dagskrá

kl.13:30 Setning

kl. 13:35 Ávarp Forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar

kl. 13:45 Björg Thorarensen prófessor við lagadeild HÍ; Áhrif nýju mannréttindaákvæðanna  til aukinnar verndar mannréttinda í íslenskum rétti og dómaframkvæmd.

kl. 14:15 Veli-Pekka Viljanen, prófessor við lagadeild Háskólans í Turku; The impact and application of the new human rights provisions in the Finnish Constitution after amendments in 1995.

kl. 14:45 Kaffihlé

kl. 15:15 Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður; Næstu skref. Er frekari breytinga þörf á mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar.

kl. 15:45 Pallborðsumræður. Þátttakendur verða Björg Thorarensen, Ragnar Aðalsteinsson, Hjördís Hákonardóttir formaður dómarafélags Íslands, Oddný Mjöll Arnardóttir héraðsdómslögmaður og Sigurður Líndal prófessor emeritus við lagadeild HÍ.

kl. 16:30 Lokaorð. Eiríkur Tómasson prófessor og forseti lagadeildar HÍ

kl. 16:45 Ráðstefnuslit. 
Boðið upp á léttar veitingar.

Brynhildur G. Flóvenz lektor við lagadeild HÍ og formaður stjórnar Mannréttindaskrifstofu Íslands er fundarstjóri og stjórnandi pallborðsumræðna.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is