Málstofa miðvikudaginn 12. janúar: Landið eitt kjördæmi og jafn kosningaréttur

Landið eitt kjördæmi og jafn kosningarréttur - Málstofa um leiðir til að afnema misvægi atkvæða

Mannréttindastofnun Háskóla Íslands
Málstofa miðvikudaginn 12. janúar 2011 kl. 12.15, stofa 101 Lögbergi

Atkvæði kjósenda í dreifbýli hafa ávallt haft meira vægi í kosningum  til Alþingis á Íslandi en kjósenda í þéttbýliskjördæmum. Um árabil hefur verið rætt um leiðir til að tryggja jafnan  kosningarrétt í íslensku kosningaskipulagi.  Ein leið sem bent er á til að jafna kosningarétt er að gera landið allt að einu kjördæmi.

Á málstofunni verður rætt um hvort rétt sé að jafna kosningarétt að fullu og hvort því markmiði verði best náð með því að breyta landinu í eitt kjördæmi. Rætt verður um kosti og galla slíkrar breytinga bæði frá sjónarhóli stjórnmálaflokka og aðstöðu kjósenda í landinu til að hafa áhrif. Þá verður fjallað um hvort aðrar leiðir séu vænlegri við þróun kosningaskipulags hér á landi.

Frummælendur á málstofunni eru:
Grétar Eyþórsson prófessor  í stjórnmálafræði og aðferðafræði í Háskólanum á Akureyri
Ólafur Harðarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.
Fundarstjóri er Björg Thorarensen prófessor við lagadeild Háskóla Íslands.

Allir velkomnir

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is