Málstofa: Viðurkenning Íslands á Palestínu. Miðvikudaginn 25. janúar

Málstofa Mannréttindastofnunnar og Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands

Viðurkenning Íslands á Palestínu. Hvenær getur þjóð stofnað ríki? (pdf)

Miðvikudaginn 25. janúar, kl. 12:15-13:30, salur 101, Lögbergi

Nýverið viðurkenndi Ísland Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki en með því var Palestína viðurkennd í fyrsta sinn af ríki í vestur- og norðurhluta Evrópu. Á málstofunni verður rætt um skilyrði alþjóðalaga til að ríki teljist stofnað, aðferðir til að viðurkenna ríki og lagalegar og stjórnmálalegar afleiðingar viðurkenningar. Þá verður fjallað um álitamál tengd rétti þjóða til að stofna ríki, hvað felst í þjóðarhugtakinu og staða Palestínu skoðuð í ljósi helstu kenninga um efnið.

Frummælendur:
Pétur Dam Leifsson, dósent við lagadeild HÍ
Guðmundur Hálfdanarson, prófessor við sagnfræði og heimspekideild HÍ
Fundarstjóri:
Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild HÍ

Að loknum erindum verða fyrirspurnir og umræður- Allir velkomnir.

Viðurkenning Íslands á Palestínu

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is