Réttur til að vera ekki saksóttur eða refsað tvívegis- Málstofa í stjórnskipunarrétti

Réttur til að vera ekki saksóttur eða refsað tvívegis (.pdf)

Mannréttindastofnun Háskóla Íslands - Málstofa í stjórnskipunarrétti

Miðvikudaginn 14. mars kl. 12.15-13.30 í stofu 101 Lögbergi

Fjallað verður um inntak og efni 4. gr. 7. viðauka við Mannréttindasáttmála Evrópu um rétt manns til að vera ekki saksóttur eða refsað tvívegis (ne bis in idem). Sjónum verður beint að fræðikenningum og áhrifum ákvæðisins á íslenska réttarframkvæmd, svo og tengslum við stjórnarskrárvernduð mannréttindi, en reglan er ekki talin með í mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar.

Málshefjendur verða Róbert R. Spanó prófessor við lagadeild HÍ og Björn Þorvaldsson saksóknari við embætti sérstaks saksóknara.

Að loknum erindum verða fyrirspurnir og umræður. Málstofan er opin öllum sem áhuga hafa á efninu.

Fundarstjóri: Björg Thorarensen prófessor við lagadeild HÍ

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is