Rannsókn á ríkisfangsleysi á Íslandi kynnt

Umdæmisskrifstofa flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna fyrir Norður Evrópu og Mannréttindastofnun HÍ (MHÍ) stóðu fyrir kynningarfundi á fyrstu niðurstöðum rannsóknar á ríkisfangsleysi á Íslandi, miðvikudaginn 9. október sl. Var hann ákaflega vel sóttur af þeim sem starfa að málefnum flóttamanna og innflytjenda. Skýrsla var unnin í samstarfi þessara tveggja aðila á grundvelli styrks sem innanríkisráðuneytið veitti MHÍ og var Hrefnu Dögg Gunnarsdóttur lögfræðingi falin rannsóknin.

Ekki eru til áreiðanlegar tölur um fjölda ríkisfangslausra á Íslandi þó flest bendi til þess fjöldinn sé ekki umfangsmikill. Lagt er til m.a. að:
- Stjórnvöld fullgildi samning um stöðu fólks án ríkisfangs frá 1954 og samnings um að draga úr ríkisfangsleyfi frá 1961.
- Skráning ríkisfangslausra verði samræmd.
- Lögfest verði skilgreining á hugtakinu "ríkisfangslaus einstaklingur" í samræmi við samninginn frá 1954 og viðmið til að ákvarða hvort einstaklingur falli undir  
  skilgreininguna.
- Lagabreytingar verði gerðar til að koma betur í veg fyrir mögulegt ríkisfangsleysi barna og til að auðvelda ríkisfangslausum að öðlast ríkisborgararétt
   samkvæmt umsókn.
- Frekari rannsóknir til að dýpka skilning á stöðu og aðstæðum ríkisfangslausra á Íslandi.

Skjöl með fyrstu niðurstöðum:

Preliminary findings
Fyrstu niðurstöður

Ráðgert er að lokaskýrsla liggi fyrir í árslok.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is