Shifting Centres of Gravity- Alþjóðleg ráðstefna

Mannréttindastofnun Háskóla Íslands boðar til alþjóðlegrar ráðstefnu um „Shifting Centres of Gravity in European Human Rights Protection“ sem haldin verður í Norræna húsinu þann 6-7 mars 2014.  Á ráðstefnunni verður fjallað um þær hræringar í skipulagi Evrópskrar mannréttindaverndar sem birtast í Brighton yfirlýsingunni , viðaukum 15 og 16 við MSE og væntanlegri aðild Evrópusambandsins að MSE.  Fjallað verður um þessa þróun frá því sjónarhorni að hún kalli á gagnrýnið endurmat á hefðbundnum hugmyndum um samspil MSE, Evrópuréttar og landsréttar og þeim kenningum sem notast hefur við til að skýra það. Einnig verður fjallað um þau áhrif sem þessar hræringar hafa á fórnarlömb mannréttindabrota.  Meðal fyrirlesara eru leiðandi rannsakendur á þessu sviði.
 
Nánari upplýsingar á ensku um dagskrá, skráningu o.fl. má finna hér. 

Ráðstefnugjald innifelur hádegisverð og kvöldverð þann 6 mars.  Þeir sem hafa ekki hug á að taka þátt í sameiginlegum máltíðum geta skráð sig beint hjá mhi@hi.is án þess að greiða ráðstefnugjald.  Maria Thejll forstöðumaður Mannréttindastofnunar veitir allar nánari upplýsingar.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is