Nýjar ógnir við friðhelgi einkalífs og meðferð persónuupplýsinga

Nýjar ógnir við friðhelgi einkalífssinsSamantekt um markmið og viðfangsefni ráðstefnu um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga

Upptaka af ráðstefnunni
Fyrri hluti ráðstefnunar
Seinni hluti ráðstefnunnar

Glærur af framsögum má finna hér

Auglýsing og dagskrá .pdf

Markmið ráðstefnunnar er taka fyrir helstu álitaefni sem tengjast persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og þær hættur sem steðja að friðhelgi einkalífs í nútímasamfélagi. Viðfangsefnið verður skoðað frá nokkrum hliðum, þar á meðal frá sjónarhóli almennra reglna um mannréttindavernd og 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu sem verndar friðhelgi einkalífs. Verður þar litið til dómaframkvæmdar Mannréttindadómstólsins um túlkun ákvæðisins í málum um meðferð persónuupplýsinga en hröð þróun hefur orðið í þeim efnum á síðustu árum. Með aukinni tæknivæðingu skapast æ fleiri möguleikar til að safna á kerfisbundinn hátt og halda saman upplýsingum um einstaklinga og nota þær í margvíslegum tilgangi. Ljóst er að hættan af broti á friðhelgi einkalífs í þessum efnum stafar ekki síst frá einkaaðilum fremur en stjórnvöldum. Af þeirri ástæðu reynir enn frekar á jákvæðar skyldur aðildarríkja að Mannréttindasáttmálanum til að grípa til sérstakra aðgerða með löggjöf og virkri framkvæmd laga til verndar friðhelgi einkalífs og sporna við misnotkun í söfnun og vinnslu persónuupplýsinga.

Dómaframkvæmd Mannréttindadómstólsins um túlkun Mannréttindasáttmálans hefur ótvíræð áhrif á íslenska réttarskipan, en 71. gr. íslensku stjórnarskrárinnar um friðhelgi einkalífs er m.a. túlkuð í ljósi þeirra meginreglna sem leiddar verða af dómaframkvæmd um 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Á ráðstefnunni verður varpað ljósi hvað sjónarmið vegast á þegar fjallað er um meðferð upplýsinga og stjórnarskrárverndar á einkalífi manna, sérstaklega hvort vegur þyngra réttur einstaklings til að njóta leyndar um persónuupplýsingar sínar eða almannahagsmunir af því að safna og miðla persónuupplýsingum, t.d. vegna vísindarannsókna.

Íslensk löggjöf um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga hvílir að stórum hluta á reglum sem settar hafa verið í samstarfi Evrópuríkja um efnið. Einn fyrsti milliríkjasamningurinn um efnið var samningur Evrópuráðsins frá 28. janúar 1981 um vernd einstaklinga varðandi vélræna vinnslu persónu¬upplýsinga, en Ísland varð aðili að honum árið 1991. Tilgangur samningsins er að tryggja sérhverjum manni virðingu fyrir réttindum hans og grundvallarfrelsi, einkum rétti hans til einkalífs í tengslum við vélræna vinnslu persónuupplýsinga sem hann varða. Fjallað verður um endurskoðun samningsins sem nú stendur fyrir í ljósi nýrra álitaefna um ógnir við persónuvernd.

Fyrrgreindur samningur Evrópuráðsins lagði grunninn að víðtækri reglusetningu á vettvangi Evrópusambandsins um vernd persónuupplýsinga og er Ísland bundið af mikilvægustu lögum og reglum Evrópusambandsins um efnið vegna aðildar að EES-samningnum. Þar er mikilvægust tilskipun Evrópusambandsins 95/46/EB um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálst flæði slíkra upplýsinga. Með lögum nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, sem eru meginlagabálkurinn um efnið hér á landi voru innleidd í íslensk lög ákvæði reglna ESB á þessu sviði.

Nú stendur fyrir dyrum allsherjar endurskoðun á reglum Evrópusambandsins um vernd persónuupplýsinga þar sem m.a. er stefnt er að frekari miðstýringu í eftirliti með framkvæmd Evrópureglna, auk þess sem persónuverndarstofnanir innanlands frá frekari heimildir til að bregðast við brotum á reglum um persónuvernd. Í ráðstefnunni verður varpað ljósi á fyrirhugaðar breytingar sem munu hafa víðtæk áhrif á íslenska réttarskipan um efnið.

Nokkur sérsvið þar sem reynir á vernd persónuupplýsinga verða tekin fyrir á ráðstefnunni. Fyrst má geta margvíslegra álitaefna sem Facebook-samskiptavefurinn vekur upp varðandi söfnun og meðferð persónuupplýsinga þeirra sem nota vefinn. Nýlega var ítarleg úttekt gerð á þessum málum í Noregi og verða niðurstöður hennar m.a. kynntar á ráðstefnunni. Þar kom m.a. ýmislegt í ljós um söfnun og meðferð persónuupplýsinga á Facebook sem notendur velta tæpast mikið fyrir sér, en tengist þó mikilvægum réttindum þeirra á sviði einkalífsvernda.

Á ráðstefnunni verður sjónum beint að tveimur sviðum sem hafa verið sérstaklega til umfjöllunar hér á landi um túlkun persónuverndarlaga þar sem spurningar hafa vaknað um hagsmuni sem vegast á, þ.e. einstaklingshagsmuni og almannahagsmuni. Nýlega hafa komið upp álitamál um meðferð persónuupplýsinga í heilbrigðiskerfinu, m.a. um heimildir landlæknis til að fá persónugreinanlegar upplýsingar um sjúklinga sem fengu ígrædda gallaða brjóstapúða og um rétt sjúklinga til þess að leynd verði haldið um slíkar upplýsingar. Þar vöknuðu ýmsar krefjandi spurningar hvort lýtalæknum væri skylt að afhenda læknum persónulegar upplýsingar gegn vilja sjúklinga sinna, en niðurstaðan var að ekki væri lagaheimild til að kalla eftir þeim upplýsingum.

Annað mjög raunhæft svið þar sem reynir á mörk almannahagmuna og einstaklingshagsmuna tengist rannsóknarheimildum lögreglu, einkum heimildum lögreglunnar til að afla persónuupplýsinga og varðveita þær. Þar hefur sérstaklega verið rætt um álitamál um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglunnar og áhrif slíkar heimilda á persónuvernd. Verður leitast við að svara spurningum um hversu langt er nauðsynlega að ganga í söfnun persónuupplýsinga hjá lögreglu til þess að tryggja megi öryggi almennings í vörnum gegn afbrotum eða til að upplýsa brotastarfsemi og ræða hvaða sjónarmið vegast þar á.

 

  

Um fyrirlesara ráðstefnunnar
 Davíð Þór Björgvinsson

Davíð Þór Björgvinsson

Glærur

Lögfræðingur frá lagadeild Háskóla Íslands  og framhaldsnám í lögfræði við Duke University, North Carolina. Aðstoðarmaður dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur 1987-1988. Lektor við lagadeild Háskóla Íslands 1989-1993. Aðstoðarmaður dómara við EFTA dómstólinn í Genf og Luxembourg 1993-1996 og 1999-2003. Prófessor við lagadeild Háskóla Íslands 1996-2003. Prófessor í stjórnskipunarrétti og alþjóð-legum einkamálarétti við Háskólann í Reykjavík 2003. Dómari við Mannréttindadómstól Evrópu frá 2004.

Maria Michaelidou

Maria Michaelidou

Glærur

Master degree in Management from the University of Lyon III. Data protection Officer at the office of the Commissioner for Personal Data Protection in Cyprus since 2003. Participated in various data protection workgroups at European level i.e. Article 29 Working Party and Europol Joint Supervisory Body. Presented seminars and lectures on data protection issues to universities, public bodies and business forums. Joined the Data Protection Unit of the Council of Europe on 1st October 2012.

 Sigrún Jóhannesdóttir

Sigrún Jóhannesdóttir

Glærur

Lögfræðingur frá lagadeild Háskóla Íslands 1985. Deildarsérfræðingur á lögfræðisviði ríkisskattstjóra að námi loknu. Lögfræðingur í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu frá 1990 til ársins 2000. Forstjóri Persónuverndar frá 1. janúar 2001.

 Bjørn Erik Thon

Bjørn Erik Thon

Glærur

Commissioner and general director in the Data Inspectorate in Norway, appointed 2010. Served before as the Norwegian Consumer Ombudsman for ten years. Worked as a barrister, a judge deputy and as head of section in the Consumer council. Member of the European Consumer Law Group. An active member in International Consumer Protection and Enforcement Network ( ICPEN). Member of the Legal Steering Committee for several years in the Nordic Council of Ministers.

Björg Thorarensen

Björg Thorarensen

Glærur

Lögfræðingur frá lagadeild Háskóla Íslands 1991 og LL.M. frá Edinborgarháskóla 1993. Prófessor við lagadeild HÍ frá 2002 og stjórnarformaður Mannréttindastofnunar HÍ frá 2004.Stjórnarformaður Persónuverndar frá 2011. Varaformaður samninganefndar Íslands í aðildarviðræðum við Evrópusambandið frá 2009. Skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneyti 1996-2002. Umboðsmaður íslenska ríkisins fyrir Mannréttindadómstól Evrópu 1999-2005.

Sigurður Guðmundsson

Sigurður Guðmundsson

Glærur

Læknapróf frá Háskóla Íslands 1975. Sérnám í lyflækningum og smitsjúkdómum 1978-1985 við Univ. of Wisconsin. Dr. med (PhD) HÍ 1993. Lyf- og smitsjúkdómalæknir á Borgarspítala, síðar Landspítala 1985-1998. Dósent og síðar prófessor við læknadeild Háskóla Íslands til 1998. Landlæknir 1998-2008. Læknir á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í Malawi 2007. Forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands 2008-2012. Lyflæknir og smitsjúdómalæknir við Landspítalann og prófessor við læknadeild HÍ frá 2012.

 

Stefán Eiríksson

Stefán Eiríksson

Glærur

Lögfræðingur frá lagadeild Háskóla Íslands 1996. Starfaði í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 1996-1999. Sendiráðunautur í sendiráði Íslands í Brussel 1999-2002. Skrifstofustjóri löggæslu- og dómsmála-skrifstofu dóms- og kirkjumálaráðuneytisins frá 2002 og staðgengill ráðuneytisstjóra frá sama tíma. Lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu frá 2002. Stýrt og átt sæti í fjölmörgum nefndum á vegum stjórnvalda, haldið fyrirlestra á ýmsum sviðum lögfræði, skrifað fræðigreinar og sinnt kennslu.

 

   

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is