Mannréttindasamningar Sameinuðu þjóðanna - Áhrif þeirra, framkvæmd og tengsl við Mannréttindasáttmála Evrópu

Ráðstefna Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands og Mannréttindaskrifstofu Íslands
Norræna húsinu - Mánudaginn 2. apríl 2007 kl. 13.30

Markmið ráðstefnunnar er að fjalla um þýðingu alþjóðasamninga Sameinuðu þjóðanna um borgaraleg- og stjórnmálaleg réttindi og efnahagsleg, menningarlega og félagsleg réttindi frá 1966 fyrir alþjóðlega mannréttindavernd. Eftirlitskerfi samninganna tveggja verður skoðað, einkum kæruleið Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna en einnig verður fjallað um kæruleið sem fyrirhugað er að koma á fót með nýjum viðauka við samninginn við efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi.  Þá verður samspil samninganna tveggja, Mannréttindasáttmála Evrópu og Mannréttindadómstóls Evrópu skoðað og túlkunaraðferðir Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna og Mannréttindadómstóls Evrópu bornar saman. Áhrif samninganna á landsrétt og dómstóla á Norðurlöndum verða rædd en einnig verður fjallað sérstaklega um tengsl réttinda samninganna og stjórnarskrárbundinna réttinda og hver áhrif lögfesting samninganna hefur haft í Noregi.

Dagskrá ráðstefnunnar má sjá hér.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is