IV A-3 Starfsumhverfi: Reglur um öryggi og heilbrigði

Til baka í efnisyfirlit IV hluta

 Réttindi  Sáttmálar  Íslenskur réttur

Starfsumhverfi: reglur um öryggi og
heilbrigði

7. gr. SEFMR

12. gr. SEFMR

Samþykkt ILO nr. 155 um
öryggi og heilbrigði við vinnu og starfsumhverfi

 

Samþykkt ILO nr. 139 um varnir
gegn og eftirlit með áhættu í starfi vegna efna sem valda krabba­meini

Samþykkt ILO nr. 138
um lágmarks-aldur við vinnu

3. gr. FSE

 

Lög um aðbúnað,
hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980

 

Íslenskur réttur

 

Í fjölmörgum alþjóðlegum sáttmálum er minnst á skyldu ríkja til að sjá til þess að launþegar njóti öryggis við störf og heilsusamlegra vinnuskilyrða. Eru þessar reglur hluti af reglukerfi sem tryggir gæði í starfsumhverfi launþega (sem í víðari merkingu tekur til atriða eins og vinnutíma og frítíma auk krafna um heilbrigði og öryggi á vinnustað). Reglur um öruggt starfsumhverfi eru auðvitað mismunandi eftir atvinnuvegum. Sum störf eru einfaldlega hættulegri en önnur. Sama á við um lengd vinnutíma.

 

SEFMR og ILO

Ákvæði 7. gr. sem og og b-liðar 2. mgr.12. gr. SEFMR og  3. gr.  FSE eiga við um þetta efni. Einnig má minnast á Samþykkt ILO nr. 155 um öryggi og heilbrigði við vinnu og starfsumhverfi[1]  Síðastnefnda skjalið er ítarlegast um þessi atriði, en minnist ekki sérstaklega á útlendinga í þessu samhengi frekar en hin tvö. Eins og Craven bendir á, má draga í efa gildi 7. gr. SEFMR varðandi þetta efni, vegna hinnar ítarlegu reglusetningar ILO.[2] Sama má segja um staflið d, sem mælir fyrir um hvíldartíma, en þar er einnig fyrir að fara ítarlegum reglum ILO. Þá setja reglur ESB (og EES)  nú víða hærri þröskuld en þann sem kemur fram í samþykktum ILO, FSE og SEFMR, þar sem þær eiga við og gilda reglur ESB og EES að meginstefnu um alla launþega (og sjálfstætt starfandi) án tillits til þjóðernis þeirra, þegar reglurnar eru komnar til framkvæmda sem almennar reglur innan landssvæðisins og á vinnumarkaði. Ekki er ástæða til að fjalla ítarlega um þetta efni hér.

 

Ísland er aðeins aðili að þremur af fjölmörgum samþykktum ILO um öryggi og heilbrigði á vinnustað[3] og geta því aðrar þjóðréttarskuldbindingar en þessar skipt meira máli hér á landi en annars staðar. Gera má þó ráð fyrir að 7. gr. SEFMR yrði skýrð til samræmis við sáttmála ILO. Þá er Ísland bundið af 3. gr. FSE en þar segir:

Til baka í töflu

 

3. gr. FSE

3. gr. Réttur til öryggis við störf og heilsusamlegra vinnuskilyrða.

Í því skyni að tryggja, að réttur til öryggis við störf og heilsusamlegra vinnuskilyrða sé raunverulega nýttur, skuldbinda samningsaðilar sig til:
   1. að gefa út öryggis- og heilbrigðisreglugerðir,
   2. að sjá um framkvæmd slíkra reglugerða með eftirliti,
   3. að hafa, eftir því sem við á, samráð við samtök vinnuveitenda og verkafólks um ráðstafanir, sem ætlað er að bæta öryggi og heilbrigði á vinnustöðum.

 

Félagsmálanefnd Evrópu hefur við túlkun greinarinnar tekið mið af öðrum alþjóðlegum reglum, þ.m.t. reglum ILO og reglum ESB. Hefur nefndin gert kröfu um að reglur um öryggi og heilbrigði nái yfir sem flest svið atvinnustarfsemi og hefur ítrekað krafist þess að reglurnar taki einnig til þeirra sem starfa sjálfstætt.[4]

Til baka í töflu

 

Íslenskur réttur

Á Íslandi er mikið regluverk um öryggi á vinnustöðum[5] og sérstök stofnun, Vinnueftirlitið, sem hefur þennan málaflokk með höndum samkvæmt lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980. Í þessum efnum eru engar sérstakar reglur varðandi útlendinga, en þeir eiga að sjálfsögðu að njóta sama öryggis og heimamenn. Lögin, sem og önnur lög hérlendis virðast í samræmi við hinar alþjóðlegu reglur, en forsenda þess að útlendingar sitji við sama borð og aðrir er, í þessu efni sem öðrum, að stjórnvöld og vinnuveitendur sinni upplýsingagjöf til þeirra á tungumáli sem þeir skilja.

Til baka í töflu

 

Tilvísanir


[1] Sjá einnig Sam­þykkt ILO nr. 139 um varnir gegn og eft­ir­lit með áhættu í starfi vegna efna sem valda krabba­meini.

[2] Craven (1998), bls. 240.

[3] Auk framangreidra samþykkta, sjá Samþykkt ILO nr. 138 um lágmarksaldur við vinnu.

[4] Harris og Darcy, bls. 68-69.

[5] Hér má sjá reglur sem eru í gildi varðandi öruggt starfsumhverfi, með því að smella á undirflokk 26  ,,vinnumál" og því næst á ,,vinnustaður og vinnutími".

Til baka í töflu

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is