
MHÍ fékk Hrefnu Dögg Gunnarsdóttur lögfræðing til að framkvæma rannsóknina. Skýrsla var unnin í samvinnu MHÍ við umdæmisskrifstofu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna fyrir Norður Evrópu. Mannréttindastofnun og umdæmisskrifstofa SÞ stóðu fyrir kynningarfundi á fyrstu niðurstöðum rannsóknarinnar, miðvikudaginn 9. október 2013 þar sem m.a. var lagt til að:
- Stjórnvöld fullgildi samning um stöðu fólks án ríkisfangs frá 1954 og samning um að draga úr ríkisfangsleyfi frá 1961.
- Skráning ríkisfangslausra verði samræmd.
- Lögfest verði skilgreining á hugtakinu „ríkisfangslaus einstaklingur“ í samræmi við samninginn frá 1954 og viðmið til að ákvarða hvort einstaklingur falli undir skilgreininguna.
- Lagabreytingar verði gerðar til að koma betur í veg fyrir mögulegt ríkisfangsleysi barna og til að auðvelda ríkisfangslausum að öðlast ríkisborgararétt samkvæmt umsókn.
- Frekari rannsóknir til að dýpka skilning á stöðu og aðstæðum ríkisfangslausra á Íslandi.
Umdæmisskrifstofa Flóttamannastofnunarinnar gaf út lokaskýrslu í árslok 2014. Ekki eru til áreiðanlegar tölur um fjölda ríkisfangslausra á Íslandi, þó flest bendi til þess að fjöldinn sé ekki umfangsmikill. Innanríkisráðuneytið hefur hafið vinnu í framhaldinu við landsáætlun um ríkisfangsleysi, þar sem brugðist verður við þeim ábendingum sem fram koma í skýrslunni.