Fræðasjóður Úlfljóts var settur á laggirnar í upphafi ársins 2005 og er eini sjóðurinn sem styrkir eingöngu rannsóknir í lögfræði. Styrkir eru almennt auglýstir í maí/júní hvert ár.
Markmið sjóðsins er að efla fræðastarf og rannsóknavinnu á sviði lögfræði, sérstaklega meðal laganema og kennara við Lagadeild Háskóla Íslands.
Verkefni sem hlotið hafa styrki úr sjóðnum undanfarin ár eru m.a.:
-
Bótaréttur I og II e. Eirík Jónsson og Viðar Má Matthíasson
-
Kröfuréttur I - efndir kröfu e. Benedikt Bogason, Eyvind G. Gunnarsson og Þorgeir Örlygsson
-
Neytendaréttur e. Ásu Ólafsdóttir og Eirík Jónsson
-
Stjórnskipunarréttur Mannréttindi e. Björg Thorarensen
-
Túlkun lagaákvæða e. Róbert R. Spanó
-
Fyrirlestrar í réttarheimspeki, e. Hafstein Þór Hauksson & Skúla Magnússon
Nánari upplýsingar um sjóðinn má sjá hér.