Kæruskilyrði og málsmeðferð fyrir Mannréttindadómstól Evrópu

European court of Human Rights

Námskeið í samvinnu Mannréttindastofnunar HÍ og Lögmannafélags Íslands
 
Fimmtudaginn 7. nóvember 2013, kl. 15-18.
Kennari: Davíð Þór Björgvinsson, próf. og dómari við Mannréttindadómstól Evrópu.        

Markmið og tilgangur námskeiðs
Á námskeiðinu verður veitt yfirsýn yfir skipulag og störf Mannréttindadómstóls Evrópu og réttarfarsreglur sem gilda um meðferð kærumála fyrir dómstólnum. Sérstök áhersla er lögð á skilyrði sem Mannréttindasáttmáli Evrópu setur fyrir því að kæra verði tekin til efnislegrar meðferðar fyrir dómstólnum og huga þarf sérstaklega að við undirbúning kærumála. Einnig verður fjallað um sáttaumleitanir og málsmeðferð varðandi efnishlið máls eftir að kæra er metin tæk til efnismeðferðar.

Námskeiðið er sniðið að þörfum sjálfstætt starfandi lögmanna en nýtist einnig lögfræðingum hjá stofnunum ríkis og sveitarfélaga.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is