Réttarfar í sakamálum í ljósi 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu

Tími: Föstudagur 16. september 2016 kl. 13.30-16.30.
Kennari: Róbert R. Spanó, dómari við Mannréttindadómstól Evrópu
Staðsetning: Stofa 101 í Lögbergi
Verð: Kr. 25.000.-

 Hér má sjáupptöku af fundinum

Um námskeiðið
Farið verður yfir helstu meginþætti dómaframkvæmdar MDE um 6. gr. MSE í sakamálum. Gildissvið reglunnar í sakamálum verður útskýrt. Þá verður fjallað um meginregluna um réttláta málsmeðferð samkvæmt 1. mgr. 6. gr. og samspil hennar við lágmarksréttindi þau sem mælt er fyrir um í 3. mgr. Sérstaklega verður vikið að meginreglunni um jafnræði málsaðila og um rétt til aðgangs að gögnum. Gerð verður grein fyrir meginreglu 2. mgr. 6. gr. um að hver maður skuli talinn saklaus uns sekt hans er sönnuð að lögum og nánar fjallað um einstakar efnisreglur 3. mgr. 6. gr. Loks verður gerð grein fyrir almennum starfsaðferðum dómstólsins og farvegi kærumála þegar þau berast dómstólnum, þ.e. einkum mati á hvort máli skuli vísað frá, það sent aðildarríki til athugasemda og um efnismeðferð mála.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is