Styrkir

Samkvæmt 4. gr. samþykkta fyrir Mannréttindastofnun er megintilgangur stofnunarinnar að vinna að rannsóknum á lögfræðilegum þáttum mannréttinda, annast dreifingu á niðurstöðum þeirra og styðja við kennslu á þessu sviði. Í 2. mgr. segir m.a. að í þessu skyni skuli stjórnin styrkja súdenta, kennara, lögmenn dómara og aðra til náms. Stjórn stofnunarinnar hefur ekki getað veitt styrki undanfarin ár í ljósi erfiðrar fjárhagsstöðu.
 
Stjórn Mannréttindastofnunar hefur veitt fjórum nemendum styrki til framhaldsnáms í mannréttindum árin 2006 og 2010 auk þess að hafa veitt einn styrk til doktorsverkefnis og nokkra styrki til ritunar fræðigreina og rita um mannréttindi.
2010
  • Erna Margrét Þórðardóttir, meistaranemi við lagadeild háskólans í Lundi.           
  • Gunnar Narfi Gunnarsson, meistaranmei við lagadeild háskólans í Lundi.
  • Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, meistaranemi við lagadeild Columbia háskóla.
2006
  • Kjartan Bjarni Björgvinsson lögfræðingur, sem stundaði nám við London School of Economics.
Árið 2008 voru auglýstir þrír styrkir til verkefna á sviði mannréttinda. Rannís var falin framkvæmd styrkveitinganna. Þeir sem fengu styrki voru:
  • Dóra Guðmundsdóttir LL.M. – Fullvinnsla rannsóknarniðurstaðna um réttarstöðu útlendinga að íslenskum rétti – áhrif þjóðréttarskuldbindinga, fyrir birtingu á heimasíðu MHÍ.
  • Björg Thorarensen prófessor – Útgáfa fræðiritsins Stjórnskipunarréttur-Mannréttindi.
  • Jóhann Björnsson MA í heimspeki – Verkefni um siðfræðilega greiningu á sjónarmiðum í innflytjendamálum á Íslandi í ljósi mannréttinda.
Árið 2004 fékk Brynhildur G. Flóvenz, formaður stjórnar Mannréttindaskrifstofu Íslands styrk til útgáfu bókar um réttarstöðu fatlaðra.
 
Árið 2003 var auglýst eftir umsóknum um styrk til að semja fræðilega ritgerð á sviði mannréttinda sem miðað var við að yrði birt í viðurkenndu alþjóðlegu tímariti á sviði mannréttinda. Fjórar umsóknir bárust og var Þórdísi Ingadóttur LL.M. veittur styrkurinn  vegna verkefninsin „Election of Judges and Others in Position of Authority in the International Justice Bodies“, til birtingar í tímaritinu Women and International Human Rights.
 
Árið 2001 veitti stjórnin Oddnýju Mjöll Arnardóttur lögfræðingi, styrk til að ljúka við doktorsritgerð sína við háskólann í Edinborg.
 
Árið 2000 veitti stjórnin Hjördísi Hákonardóttur fyrrverandi hæstaréttardómari, sem þá var héraðsdómari, styrk til að vinna að verkefninu „Rétturinn til lífs“. 
 
Árið 1999 styrkti stofnunin ritun bókar um stjórnarskrár Norðurlanda, Bandaríkjanna og Þýskalands. Verkið var unnið í samvinnu nokkurra innlendra og erlendra aðila í ritstjórn Ágústs Þórs Ágústssonar.
 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is