Hér má sjá yfirlit sjóða þar sem hægt er að sækja um styrki til rannsókna, rannsóknanáms, til að halda ráðstefnur og fundi , til kennara- og stúdentaskipta, til að koma á samsarfsnetum og annað tengt rannsóknum á sviði félagsvísinda.
Á heimasíðu Rannsóknaþjónustu Háskóla Íslands má sjá styrkjadagatal fyrir öll fræðasvið háskólans þar sem er yfirliti yfir flesta sjóði og áætlanir sem standa íslenskum fræðimönnum til boða, sjá hér.
Yfirlit yfir innlenda og erlenda styrki og upplýsingavefi varðandi þá styrki, sjá hér.
Yfirlit yfir styrktarsjóði Háskóla Íslands á sviði félagsvísinda, sjá hér.
2015
Rannsóknaverkefni og rannsóknasamstarf
- 13. janúar - Marie Curie ITN (samstarf um doktorsnám).
- 15. janúar - Doktorsstyrkir Háskólasjóðs
- 29. janúar - Aðstoðarmannasjóður félagsvísindasviðs - Sjá reglur hér
- 1. mars - Nýsköpunarsjóður námsmanna
- Júní - Jafnréttissjóður
- 2. júní - ERC - Ráðsettir fræðimenn
- 15. júní - Fræðasjóður Úlfljóts
- 20. júní - Aðstoðarmannasjóður félagsvísindasviðs - Sjá reglur hér
- 1. september - Rannsóknasjóður Rannís – Rannsóknaverkefni, nýdoktorar
- Október - Aðstoðarmannasjóður félagsvísindasviðs - Sjá reglur hér
- Október - Rannsóknasjóður Háskóla Íslands
Ferða- og ráðstefnustyrkir
- Opinn umsóknarfrestur - BHM - Starfsmenntasjóður
- 15. janúar - Clara Lachmanns Fond - Norrænt samstarf
- 15. febrúar - Letterstedtska föreningen - Norrænt samstarf, styrkir einnig útgáfu og þýðingu fræðirita - Sjá frekari upplýsingar hér
- 30. apríl - Sáttmálasjóður - Fastráðnir kennarar
- 1. maí - Ferðastyrkir doktorsnema við HÍ
- 31. maí, 30. september og 31. desember - Starfsþróunarsjóður prófessora
- 15. september - Letterstedtska föreningen, sjá nánari upplýsingar við 15. febrúar
Kennara-, nemenda og starfsmannaskipti
-
15. maí - Erasmus+ - Kennara- og starfsmannaskipti
Hægt er að sækja um hvenær sem er eftir umsóknarfrest og lenda á biðlista. Reynslan sýnir að líkur eru á styrkveitingu þó sótt sé um eftir 15. maí.
Styrkir til samstarfsneta
- 14. desember 2014 - Þróunarsjóður EFTA - Tvíhliða samstarf við Tékkland, heimsóknir og vinnustofur