Tjáningarfrelsi samkvæmt 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu

European court of Human Rights

Námskeið fyrir dómara - Tjáningarfrelsi samkvæmt 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu

Tími: Föstudaginn 5. desember 2014, kl. 9-15
Kennari: Davíð Þór Björgvinsson, próf. og fyrrv. dómari við Mannréttindadómstól Evrópu
Staðsetning:  Lögberg, stofa 201

Markmið og tilgangur námskeiðs
Á námskeiðinu verður fjallað um 10. gr. mannréttindasáttmálans og þær meginreglur sem í 1. mgr. 10. gr. felast. Þá verður fjallað um takmarkanir á tjáningarfrelsinu samkvæmt 2. mgr. 

Áhersla verður lögð á að skoða nýlega dómaframkvæmd mannréttindadómstólsins, m.a. í ljósi dómaframkvæmdar á Íslandi.
Einkum verður lögð áhersla á dóma á eftirtöldum sviðum:

a) Ærumeiðingar og samspil 10. gr. og 8. gr. sáttmálans um friðhelgi einkalífs.
b) Réttindi og skyldur blaða- og fréttamanna.
c) Vernd heilsu manna og siðgæðis.
d) Takamarkanir á tjáningarfrelsi til að tryggja vald og óhlutdrægni dómstóla.

Að síðustu verður farið yfir það nýjasta og áhugaverðasta frá Mannréttindadómstólnum

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is