Tími: 3. nóvember 2016.
Kennari: Davíð Þór Björgvinsson, fyrrv. dómari við Mannréttindadómstól Evrópu og prófessor við Lagadeild HÍ.
Staðsetning: Verður nánar auglýst síðar.
Verð: Kr. 25.000.-
Skráning
Um námskeiðið
Í námskeiðinu verður fjallað um ákvæði 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu um tjáningarfrelsið. Fjallað verður sérstakalega um dómaframkvæmd Mannréttindadómstólsins sem varðar réttindi og skyldur blaða- og fréttamanna. Þá verður rætt um dóma dómstólsins í málum gegn Íslandi og þýðingu þeirra fyrir íslenskan rétt.