Útgáfa

Stúlka með bókastaflaMannréttindastofnun Háskóla Íslands hefur frá árinu 2005 gefið út reifanir dóma Mannréttindadómstóls Evrópu en innanríkisráðuneytið (áður dóms- og mannréttindaráðuneytið) styrkir útgáfuna. Dómar janúar-júní eru í fyrra hefti sem kemur venjulega út í október og dómar júlí-desember í seinna hefti sem kemur út í apríl árið eftir. Dómareifanirnar eru birtar á heimasíðunni.

Ritið Shifting Centres of Gravity in International Human Rights Protection, verður gefið út af Routledge útgáfunni í mars 2016. Ritstjórar eru Oddný Mjöll Arnardóttir og Antoine Buyse. Í bókinni eru leiddir saman rannsakendur á sviði alþjóðlegrar mannréttindalöggjafar, Evrópuréttar og stjórskipunarréttar, til að varpa ljósi á átökin um staðsetning þungamiðju mannréttindaverndar í Evrópu.

Ritið Alþjóðlegir mannréttindasamningar sem Ísland er aðili að, var endurútgefið af stofnuninni árið 2012 en það kom fyrst út 2003. Þar er að finna safn helstu þjóðréttarsamninga SÞ og Evrópuráðsins um mannréttindi, auk Mannréttindayfirlýsingar SÞ og sáttmála ESB um grundvallarréttindi

Stofnunin gaf út ritið Mannréttindasamningar Sameinuðu þjóðanna – Meginreglur, framkvæmd og áhrif á íslenskan rétt, árið 2009. Þar birta ýmsir sérfræðingar á sviði mannréttinda rannsóknaniðurstöður sínar varðandi það hvernig þeir samningar sem Ísland hefur fullgilt, hafa áhrif á íslenskan rétt.

Árið 2005 gaf stofnunin út fræðiritið Mannréttindasáttmáli Evrópu – Meginreglur, framkvæmd og áhrif á íslenskan rétt í samvinnu við Háskólann í Reykjavík. Kennarar beggja háskóla birtu þar niðurstöður rannsókna sinna á Mannréttindasáttmálanum og áhrifum hans í íslensku réttarkerfi. 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is