Mannréttindastofnun gefur út reifanir dóma Mannréttindadómstólsins á íslensku. Útgáfan er rafræn og aðgengileg á heimasíðunni þar sem allir eiga kost á því að kynna sér efni hennar.

Stofnunin vinnur að rannsóknum á lögfræðilegum þáttum mannréttinda, dreifir niðurstöðum þeirra og styður við kennslu.  

Um Mannréttindastofnun HÍ

 

Mannréttindastofnun Háskóla Íslands (MHÍ) er vísindaleg rannsóknastofnun við Háskóla Íslands, sem hefur samstarf við innlenda og erlenda aðila svo sem háskóla, mannréttindastofnanir og samtök, ráðuneyti, stofnanir og félagasamtök. 
 
Mannréttindastofnun hefur aðsetur á 3. hæð í Lögbergi, skrifstofu nr. 314, sími 525 4385, netfang mhi@hi.is. Formaður stjórnar er Pétur Dam Leifsson dósent Lagadeild HÍ.
 
Stofnunin er sjálfseignarstofnun stofnuð árið 1994 af Háskóla Íslands, Lögmannafélagi Íslands og Dómarafélagi Íslands. Hlutverk stofnunarinnar er að vinna að rannsóknum á lögfræðilegum þáttum mannréttinda, annast dreifingu á niðurstöðum þeirra og styðja við kennslu á þessu sviði. Í þessu skyni gefur Mannréttindastofnun út dómareifanir Mannréttindadómstóls Evrópu og fræðirit um mannréttindi, heldur fundi, málstofur og ráðstefnur og stendur fyrir endurmenntunarnámskeiðum. 

Viltu fylgjast með?

Hér er hægt að skrá sig á tölvupóstlista okkar og fá fréttir á vegum Mannréttindastofnunar.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is