Alþjóðlegir mannréttindasamningar
Mannréttindastofnun Háskóla Íslands gaf út bókina Alþjóðlegir mannréttindasamningar sem Ísland er aðili að, 2. útgáfa, árið 2012. Ritið er safn helstu þjóðréttarsamninga Sameinuðu þjóðanna og Evrópuráðsins um mannréttindi. Í ritinu eru birtir 26 samningar og viðaukar við þá sem Ísland hefur fullgilt, auk Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna í nýrri þýðingu og einnig er birtur sáttmáli Evrópusambandsins um grundvallarréttindi sem tók gildi árið 2009.
Frá því að fyrsta útgáfa ritsins kom út árið 2003 hefur Ísland orðið aðili að ýmsum nýjum mannréttindasamningum, þar á meðal um bann við mansali, kynferðismisnotkun barna og mannréttindi og líflæknisfræði. Auk þess var ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu um kæruskilyrði og málsmeðferð fyrir Mannréttindadómstólnum breytt með 14. viðauka sem tók gildi 2010 og birtist sáttmálinn í bókinni með innfelldum breytingum.
Umsjón með útgáfu hafði Björg Thorarensen prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands.
Háskólaútgáfan annast dreifingu.
Ritið er 299 blaðsíður.
Alþjóðlegir mannréttindasamningar auglýsing