Mannréttindastofnun HÍ
Mannréttindastofnun Háskóla Íslands (MHÍ) er vísindaleg rannsóknastofnun við Háskóla Íslands, sem hefur samstarf við innlenda og erlenda aðila svo sem háskóla, mannréttindastofnanir og samtök, ráðuneyti, stofnanir og félagasamtök.
Mannréttindastofnun hefur aðsetur á 4. hæð í Lögbergi, skrifstofu nr. 406, sími 525 4327, netfang mhi@hi.is. Formaður stjórnar er Brynhildur G. Flóvenz, dósent, Lagadeild HÍ.
Stofnunin er sjálfseignarstofnun stofnuð árið 1994 af Háskóla Íslands, Lögmannafélagi Íslands og Dómarafélagi Íslands. Hlutverk hennar er að vinna að rannsóknum á lögfræðilegum þáttum mannréttinda, annast dreifingu á niðurstöðum þeirra og styðja við kennslu á þessu sviði.
Image
Fréttir og viðburðir