Um stofnunina

Mannréttindastofnun Háskóla Íslands (MHÍ) er sjálfseignarstofnun, stofnuð 1994 af Háskóla Íslands, Dómarafélagi Íslands og Lögmannafélagi Íslands.

Formaður stjórnar er Brynhildur G. Flóvenz, dósent við Lagadeild HÍ. Stofnunin hefur aðsetur í Lögbergi, sími 525 4327, netfang bryngf@hi.is og mhi@hi.is. 

Megintilgangur MHÍ er að vinna að rannsóknum á lögfræðilegum þáttum mannréttinda, annast dreifingu á niðurstöðum þeirra og styðja við kennslu á þessu sviði. Stofnuninni er heimilt að rannsaka aðra þætti mannréttinda eftir því sem stjórn stofnunarinnar ákveður hverju sinni.

Í þessu skyni gefur Mannréttindastofnun út dómareifanir Mannréttindadómstóls Evrópu og fræðirit um mannréttindi, heldur fundi, málstofur og ráðstefnur, styrkir stúdenta til framhaldsnáms í mannréttindum og stendur fyrir endurmenntunarnámskeiðum. Stofnunin tekur að sér þjónusturannsóknir og ýmis verkefni og tilnefnir fulltrúa til setu í nefndum, ráðum og starfshópum, sem fjalla um mannréttindi í víðum skilningi.