Header Paragraph

Er Mannréttindadómstóll Evrópu að draga úr valdi sínu?

Image
Höfuðstöðvar Mannréttindadómstóls Evrópu

Er Mannréttindadómstóll Evrópu að draga úr valdi sínu?

Þróun nálægðarreglu og svigrúms til mats í dómaframkvæmd MDE

Opinn fundur föstudaginn 16. september 2016 kl. 12-13.15 í Lögbergi, stofu 101.

Framsögumenn:

  • Róbert R. Spanó, dómari við Mannréttindadómstól Evrópu
  • Oddný Mjöll Arnardóttir, prófessor við Lagadeild HÍ 

Í erindi sínu mun Róbert varpa ljósi á þróun nálægðarreglunnar (e. the principle of subsidiarity) í nýlegri dómaframkvæmd MDE og ólíkar birtingarmyndir reglunnar út frá sjónarhóli starfandi dómara við dómstóllinn. Spurt verður hvort það viðhorf sé á undanhaldi að MDE skuli vera í framvarðarhlutverki við vernd mannréttinda og því sé nú frekar lögð á það áhersla að dómstólnum beri að þróa dómaframkvæmd sína í ríkari mæli í þá átt að virkja frumábyrgð aðildarríkjanna við að tryggja mannréttindi.

Oddný mun greina frá rannsóknum sínum á kenningunni um svigrúm til mats, en áhersla verður lögð á að skýra tvær megin birtingarmyndir hennar og hvernig nýleg dómaframkvæmd birtir nokkuð breytta sýn dómstólsins á hlutverk sitt, sjá nánar á vef Cambridge University Press: Rethinking the Two Margins of Appreciation.

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.