Gagnrýni á dómstóla: Nauðsynleg eða skaðleg?
Rafrænt málþing Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands miðvikudaginn 3. mars 2021.
Gagnrýnin umræða um einstaka dóma og hlutverk dómstóla er nauðsynleg í lýðræðissamfélögum. En hvar liggja mörk eðlilegrar gagnrýni? Hvenær grefur gagnrýni undan lögmæti dómstóla, ekki síst alþjóðlegra dómstóla sem reiða sig á stuðning þeirra ríkja sem standa að dómstólnum? Hvenær gengur gagnrýni of nærri einstökum dómurum?
Við þessum spurningum og fleiri verður leitað svara á rafrænu málþingi Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands kl. 12:00 þann 3. mars. 2021. Málþingið fer fram í gegnum Zoom.
Frummælendur eru:
- Dr. Pola Cebulak, lektor við Háskólann í Amsterdam: "Backlash against international courts: explaining the forms and patterns of resistance to international courts"
- Dr. Kári Hólmar Ragnarsson, lektor við Lagadeild Háskóla Íslands: „Gagnrýni á Mannréttindadómstól Evrópu í tengslum við Landsréttarmálið“
- Halldóra Þorsteinsdóttir, héraðsdómari og lektor við Lagadeild Háskólans í Reykjavík: „Mörk gagnrýni á landsdómstóla í ljósi dómaframkvæmdar Mannréttindadómstóls Evrópu“
Fundarstjóri: Brynhildur G. Flóvenz, stjórnarformaður Mannréttindastofnunar HÍ og dósent við Lagadeild Háskóla Íslands.
Frummælendur tala í 15 mínútur hver og fyrsta erindið fer fram á ensku. Að framsögum loknum gefst kostur á umræðum.
Nánari upplýsingar veitir Kári Hólmar Ragnarsson í netfanginu khr@hi.is