Header Paragraph

Málstofa um mannréttindi og gervigreind

Image
Mannréttindi og gervigreind

Frummælendur eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Róbert R. Spanó, prófessor við Lagadeild HÍ, lögmaður hjá Gibson Dunn og fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu.

Málstofustjóri er Brynhildur G. Flóvenz dósent og formaður stjórnar Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands.

Katrín mun fjalla um tillögur að breytingum á mannréttindakafla stjórnarskrárinnar sem nýlega voru kynntar. Róbert mun síðan fjalla sérstaklega um þá þróun á alþjóðavettvangi, einkum innan Evrópusambandsins, er snýr að reglusetningu á sviði gervigreindar sem hefur það að markmiði að vernda mannréttindi.

Málþingið er haldið í Hátíðasal Háskóla Íslands, 7. nóvember klukkan 12:00-13:15