Header Paragraph

Mannréttindadómstóll Evrópu - Dómareifanir - 1. hefti 2015 komið út

Image
Höfuðstöðvar Mannréttindadómstóls Evrópu

Mannréttindastofnun Háskóla Íslands gefur nú út 1. hefti 2015 með dómareifunum Mannréttindadómstóls Evrópu.

Þar eru reifaðir valdir dómar sem taldir eru hafa sérstakt gildi fyrir túlkun ákvæða sáttmálans. Einnig dómar sem hafa sérstaka þýðingu fyrir íslenskan rétt, einkum í málum gegn hinum Norðurlöndunum þar sem oft er til umfjöllunar löggjöf eða ákvarðanir sem eiga hliðstæðu í íslenskri réttarframkvæmd. Loks eru birtar í heild sinni í íslenskri þýðingu ákvarðanir og dómar í kærumálum gegn íslenska ríkinu en í þessu hefti er birtur í heild sinni dómur í máli Erlu Hlynsdóttur III gegn Íslandi frá 2. júní 2015.

1. hefti 2015 og fyrri hefti eru aðgengileg á heimasíðunni, sjá hér.