Mannréttindasáttmálar, hvaða tilgangi þjóna þeir?
Í aðdraganda leiðtogafundar Evrópuráðsins á Íslandi standa Félag stjórnmálafræðinga, Mannréttindastofnun HÍ og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála fyrir hádegisfundi um tilgang og tegundir mannréttindasáttmála og hvaða hlutverki þeir hafa að gegna á 21. öldinni. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 9. maí á milli kl. 12:00 og 13:00 í stofu N-131 í Öskju í Háskóla Íslands.
Framsaga: Audrey Comstock, lektor í stjórnmálafræði við Arizona State University og gestafræðikona við Carr Center for Human Rights Policy í Harvard-háskóla.
Umræða: Kári Hólmar Ragnarsson, lektor í lögfræði við Háskóla Íslands
Fundarstjóri: Svanhildur Þorvaldsdóttir, lektor í stjórnmálafræði og opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands
Erindin munu velta upp spurningum um t.d. hvaða tilgangi þjóna mannréttindasáttmálar, hvers vegna skrifa þjóðríki undir mannréttindasáttmála og geta slíkir sáttmálar hjálpað okkur að leysa vandamál 21. aldarinnar?
Viðburðurinn fer fram á ensku, aðgangur er ókeypis og öll velkomin.