Header Paragraph

Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna 70 ára

Image
Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna 70 ára

Í tilefni af 70 ára afmæli Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna standa samræðuvettvangur um mannréttindi og stýrihópur Stjórnarráðsins um mannréttindi að hátíðarfundi í Veröld - húsi Vigdísar, mánudaginn 10. desember frá kl. 09:00 - 11:00.

Mannréttindayfirlýsingin hefur verið og er enn mikilvægt tæki í baráttunni fyrir mannréttindum en hún er undirstaða helstu alþjóðasamninga um mannréttindi. Lögin nægja þó ekki ein og sér. Til þess að sækja rétt sinn og virða rétt annarra er mikilvægt að fólk  viti hvað felst í mannréttindum en þekking á ákvæðum Mannréttindayfirlýsingarinnar er forsenda réttláts samfélags.

Komdu og taktu þátt í umræðunni með okkur! Mannréttindayfirlýsingin tilheyrir okkur öllum og það er mikilvægt að standa vörð um þann áfanga sem náðst hefur og styrkja og halda áfram að stuðla enn frekar að virðingu fyrir mannréttindum.

Dagskrá

9:00-9:10

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands býður gesti velkomna

Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, flytur opnunarávarp

9:10-9:30

Mannréttindayfirlýsingin -  Undirstaða mannréttindaverndar í heiminum

Björg Thorarensen, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands

9:30-9:35

Hvað getur Ísland lagt af mörkum til að standa vörð um mannréttindi á alþjóðavísu?

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra

9:35-10:25

Staða mannréttinda á Íslandi og á alþjóðavettvangi

Pallborðsumræður: Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, Silja Bára Ómarsdóttir, dósent við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, Þórlindur Kjartansson, pistlahöfundur hjá Fréttablaðinu, Hanna Katrín Friðriksson, þingkona og Björg Thorarensen, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands.

Umræðustjóri: Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans

10:25-10:40

Verðlaunaafhending í smásagnakeppni vegna 70 ára afmælis Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna sem haldin var á vegum Evrópusambandsins á Íslandi, upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu, Rithöfundasambands Íslands og Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands

Michael Mann, sendiherra ESB á Íslandi og Vilborg Davíðsdóttir, varaformaður Rithöfundasambands Íslands, kynna sigurvegara smásagnakeppninnar.

10:40-10:50

Mikilvægi mannréttinda fyrir komandi kynslóðir

Ritstjórn skuggaskýrslu barna til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna

Jökull Ingi Þorvaldsson, Sunneva Björk Birgisdóttir og Einar Hrafn Árnason

10:50-11:00

Lokaorð

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra