Header Paragraph

Nýtt rit um evrópska mannréttindavernd

Image
Lögberg

Út er komið ritið Shifting Centres of Gravity in Human Rights Protection: Rethinking Relations between the ECHR, EU and National Legal Orders. Útgefandi er Routledge, en ritstjórar eru Oddný Mjöll Arnardóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og Antoine Buyse, prófessor við lagadeild háskólans í Utrecht.

Um er að ræða greinasafn þar sem 13 evrópskir fræðimenn fjalla um þá togstreitu yfir þyngdarpunkti evrópskrar mannréttindaverndar sem raungerst hefur á síðustu árum í tengslum við endurskoðun á framtíðarhlutverki Mannréttindadómstóls Evrópu og hugsanlega aðild Evrópusambandsins að Mannréttindasáttmála Evrópu.

Fyrri hluti bókarinnar fjallar um innbyrðis samband Mannréttindadómstólsins, Evrópudómstólsins og innlendra dómstóla frá stjórnskipulegu sjónarhorni.

Síðari hluti bókarinnar rýnir síðan hefðbundnar kenningar og greiningaraðferðir og spyr hvort þær gagnist nægilega vel því flókna þríhliða sambandi sem einkennir nú evrópska mannréttindavernd.

Meðal höfunda efnis eru Björg Thorarensen, Davíð Þór Björgvinsson, Dóra Guðmundsdóttir og Gunnar Þór Pétursson.

Bókina má panta á vefsíðu Routledge útgáfunnar.