Öryggi í lýðræðisríkjum. Eftirlitskerfi mannréttindasáttmálans - Áskoranir í Evrópu
Mánudaginn 8. júní nk. kl. 12.00 í stofu 101 í Odda, mun Thorbjørn Jagland, framkvæmdastjóri Evrópuráðsins, flytja erindi um öryggi í lýðræðisríkjum, eftirlitskerfi mannréttindasáttmálans og áskoranir í Evrópu. Í erindi sínu ræðir framkvæmdastjórinn m.a. um stöðu mannréttinda í baráttunni gegn hryðjuverkum og um framtíðarskipan Mannréttindadómstóls Evrópu, en hann hefur nýverið sent frá sér skýrslu um stöðu lýðræðis og mannréttinda í Evrópu.
Fundurinn er haldinn í samvinnu Mannréttindastofnunar HÍ, utanríkisráðuneytisins og Lögfræðingafélags Íslands.
Erindið verður á ensku. Boðið verður upp á léttar veitingar að fundi loknum. Allir velkomnir.
Fundarstjóri: Oddný Mjöll Arnardóttir prófessor við Lagadeild HÍ og stjórnarformaður MHÍ
Thorbjørn Jagland, framkvæmdastjóri Evrópuráðsins