Persónuupplýsingar hjá fyrirtækjum og stjórnsýslu
Evrópski persónuverndardagurinn 2016.
Málþing Persónuverndar í samvinnu við Mannréttindastofnun Háskóla Íslands.
Fimmtudaginn 28. janúar 2016 kl. 12-13 í Hátíðarsal Háskóla Íslands.
Umfangsmikil söfnun og skráning persónuupplýsinga fer fram hjá stofnunum hins opinbera, fyrirtækjum á almennum markaði, verslunum, þjónustuaðilum og fleirum. Slík skráning getur verið nauðsynleg fyrir einstaklinga, en hún getur einnig farið fram án vitundar þeirra og vilja. Með aukinni skráningu persónuupplýsinga eykst hættan á því að misfarið sé með þessar upplýsingar – eru lög og reglur hér nægilega skýrar? Hvað má og hvað ber að varast? Hvaða þýðingu hafa nýlegar dómsúrlausnir Mannréttindadómstóls Evrópu og dómstóls ESB á sviði persónuverndar?
Dagskrá:
Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytis opnar málþingið.
Alma Tryggvadóttir, skrifstofustjóri upplýsingaöryggis hjá Persónuvernd:
Grundvallarreglur um meðferð persónuupplýsinga hjá fyrirtækjum og stofnunum. Einnig verður kynnt ný Evrópulöggjöf um Persónuvernd. Aukin vernd einstaklingsins og réttur til að ráðstafa eigin persónuupplýsingum.
Í pallborði sitja:
- Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu
- Björg Thorarensen, stjórnarformaður Persónuverndar
- Helgi Hrafn Gunnarsson, alþingismaður
- Katrín Jakobsdóttir, alþingismaður
- Ragnhildur Arnljótsdóttir ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytis.
Málstofustjóri: Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuvendar.
Málþingið er opið öllum og aðgangur ókeypis.