Lawmedia network

Um rannsóknina

LAWMEDIA NETWORK er ætlað að koma á samstarfi fræðimanna og sérfræðinga á sviði löggjafar og fjölmiðla til að rannsaka þá þætti og koma með tillögur sem miða að því að vernda tjáningarfrelsi og rétt til einkalífs í hinu nýja alþjóðlega fjölmiðlaumhverfi. Þátttakendur munu skilgreina og ræða hvert er hlutverk mismunandi áhrifamikilla aðila, svo sem fjölmiðlafyrirækja, notenda fjölmiðla, stjórnvalda og félagasamtök, til að grundvallargildi nútímans haldi gildi sínu. Samtal milli mismunandi hagsmunaaðila gerir samstarfsaðilunum kleift að meta hvaða mælikvarðar af góðri trú og ábyrgri blaðamennsku getur átt sér stað á Internetinu og hvort það er þörf á að þróa nýja almenna mælikvarða sem byggjast á viðurkenningu nýrra fjölmiðlafyrirtækja.

LAWMEDIA NETWORK samanstendur af fjórum samstarfsaðilum, tveimur frá Norðurlöndum og tveimur frá Eystrasaltsríkum. Aðalmarkmið samstarfsins eru að:

  1. Koma á samstarfi háskóla til að endurskilgreina samspilið milli löggjafar og fjölmiðla.
  2. Tryggja niðurstöður gegnum samskipti hugmynda og gagnvæmrar þekkingarmiðlunar mismunandi sérfræðinga og fræðimanna.
  3. Skipuleggja hnitmiðað námskeið sem varpar ljósi á lagaleg atriði í fjölmiðlum.

Langtímamarkmið samstarfsins eru að kortleggja nýja kennsluhætti fyrir laga- og fjölmiðlanemendur og koma á framfæri tillögum fyrir fjölmiðlaumhverfið.

Þátttakendur:

  • Tallinn háskólinn, Eistlandi.
  • Háskóli Lettlands.
  • Háskólinn í Tampere, Finnlandi.
  • Mannréttindastofnun Háskóla Íslands.

Fjármögnun

  • Nordplus Higher Education 2015