Mismunun og lagaleg staða sam-, trans- og tvíkynhneigðra á Íslandi

Í júní 2011 birti Evrópuráðið niðurstöður rannsóknar sem Thomas Hammarberg mannréttindafulltrúi Evrópuráðsins lét gera á lagalegri og samfélagslegri stöðu samkynhneigðra og transfólks (LGBT) í öllum aðildarríkjum Evrópuráðsins.

Skýrslan, sem er umfangsmesta rannsókn á þessu sviði sem gerð hefur verið í Evrópu, dregur saman niðurstöður rannsókna frá  47 aðildarríkjum Evrópuráðsins. Skýrslan sem ber heitið Discrimination on grounds of sexual orientation and gender identity in Europe er birt á vef Evrópuráðsins.

Niðurstöður um réttarstöðu samkynhneigðra  og transfólks á Íslandi má  finna í skýrslu sem Dóra Guðmundsdóttir LL.M. vann fyrir COWI, í samvinnu við Mannréttindastofnun Háskóla Íslands. Skýrsla um samfélagslega stöðu samkynhneigðra og transfólks var unnin af COWI á sama tíma. Skýrslurnar eru birtar á vef Evrópuráðsins.

Comparative study on the situation concerning homophobia, transphobia and discrimination on grounds of sexual orientation and gender identity in the Council of Europe member states – Iceland

http://www.coe.int/t/commissioner/activities/Themes/LGBT/nationalreports_en.asp