Samningur Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi
Mannréttindastofnun fékk á árinu 2012 styrk frá innanríkisráðuneyti, til að skoða hvernig samningur Evrópuráðsins félli að íslensku réttarkerfi og hvort breyta þyrfti lögum, reglum, framkvæmd, verklagi eða öðru til að tryggja samræmi milli ákvæða samningsins og íslensks réttar. Tilgangurinn var meðal annars að greina réttarstöðu kvenna, barna og karla, sem búa við ofbeldi, þ.m.t. heimilisofbeldi, samkvæmt íslenskum rétti og gera tillögur til úrbóta.
Stofnunin réði Gunnar Narfa Gunnarsson lögfræðing og LL.M. í mannréttindum til að vinna verkefnið og hafði yfirumsjón með vinnu hans.
Skýrslu var skilað til innanríkisráðuneytisins í október 2012 og má sjá hana hér.