Shifting Centres of Gravity in Human Rights Protection

Image
Bókarkápa: Shifting Centres of Gravity in International Human Rights Protection

Oddný Mjöll Arnardóttir prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands er annar ritstjóra ritsins Shifting Centres of Gravity in Human Rights Protection, ásamt Antoine Buyse, sem var gefið út af Routlegde útgáfunni í mars 2016.

Aðrir fræðimenn HÍ sem eiga framlag í ritinu eru:

  • Björg Thorarensen prófessor
  • Davíð Þór Björgvinsson prófessor og fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstólinn
  • Dóra Guðmundsdóttir LL.M. aðjúnkt.

Verndun mannréttinda í Evrópu stendur á tímamótum. Í gangi eru samkeppnisferli sem ýta og draga þyngdarpunkt verndarinnar milli mannréttindakerfisins í Strassborg, Evrópusambandskerfisins í Lúxemborg og Brussel og landsverndunar mannréttinda.

Í bókinni eru leiddir saman rannsakendur á sviði alþjóðlegrar mannréttindalöggjafar, Evrópuréttar og stjórskipunarréttar, til að varpa ljósi á átökin um staðsetning þungamiðju mannréttindaverndar í Evrópu. Fjallað er um stöðu mannréttindasáttmálans gagnvart samningsríkjunum og stöðu hans andspænis vernd grundvallarréttinda í Evrópusambandinu.

Fyrsti hluti bókarinnar fjallar um víxlverkun þessa þríhyrnings út frá stofnana- og stjórnskipunarsjónarmiði og varpar ljósi á hvernig helstu hagsmunaaðilar reyna að skilgreina stöðu sína gagnvart hverjum öðrum í endalausu ferli.

Í seinni hlutanum er skoðað með gagnrýnum hætti hvaða verkfæri hafa verið þróuð í Evrópu til að skilgreina þessi flóknu tengsl, til að greina hvort þau eru nothæf til að bregðast á áhrifaríkan hátt við margbreytileika vaxandi veruleika í þessu þríhliða sambandi milli mannréttindasáttmálans, Evrópuréttar og landsréttar.