Skýrsla um gerð landsáætlunar í mannréttindum á Íslandi

Mannréttindstofnun fékk rannsóknastyrk árið 2010 til að vinna skýrslu um gerð og framkvæmd landsáætlana í mannréttindamálum. Skýrslan var unnin af Ernu Margréti Þórðardóttur LL.M. í mannréttindum frá háskólanum í Lundi, undir umsjón Bjargar Thorarensen prófessors við lagadeild Háskóla Íslands.

Í skýrslunni er gerð grein fyrir kröfum og viðmiðum Sameinuðu þjóðanna um gerð og framkvæmd landsáætlana í mannréttindamálum. Einkum er stuðst við reglur útgefnar í handbók árið 2002 en þeim er ætlað að vera stjórnvöldum og öðrum til leiðbeiningar í slíkri vinnu. Gerð er grein fyrir því hvernig landsáætlanir hafa verið undirbúnar og framkvæmdar í Svíþjóð og Noregi sem eru einu Norðurlöndin með slíkar áætlanir. Þá er farið yfir starfsemi helstu mannréttindastofnana á Norðurlöndunum og hvernig þær sinna hlutverki sínu sem landsstofnanir. Mælt er með að íslensk stjórnvöld skoði möguleika á að stofnsetja sjálfstæða landsstofnun sem uppfyllir skilyrði Parísarreglnanna.

Skýrslu var skilað til innanríkisráðuneytisins í september 2011 og má sjá hana hér.