
Oddný Mjöll Arnardóttir prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands er annar ritstjóra ritsins Shifting Centres of Gravity in Human Rights Protection, ásamt Antoine Buyse, sem gefið verður út af Routlegde útgáfunni í mars 2016.
Aðrir fræðimenn HÍ sem eiga framlag í ritinu eru Björg Thorarensen prófessor og Davíð Þór Björgvinsson prófessor og fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstólinn og g Dóra Guðmundsdóttir LL.M. aðjúnkt.
Verndun mannréttinda í Evrópu stendur á tímamótum. Í gangi eru samkeppnisferli sem ýta og draga þyngdarpunkt verndarinnar milli mannréttindakerfisins í Strassborg, Evrópusambandskerfisins í Lúxemborg og Brussel og landsverndunar mannréttinda.