Mannréttindastofnun - starfsemi 2010
Starfsemi 2010
Stjórn Mannréttindastofnunar var þannig skipuð árið 2010
- Björg Thorarensen prófessor við lagadeild HÍ, formaður
- Hjördís Hákonardóttir fyrrv. hæstaréttardómari
- Róbert R. Spanó prófessor við lagadeild HÍ
- Ásgerður Ragnarsdóttir hdl. meðstjórnendur
Varamenn í stjórn voru
- Hilmar Magnússon hrl.
- Pétur Leifsson lektor við lagadeild HÍ.
Forstöðumaður í hlutastarfi var María Thejll hdl.
Rannsókn um þjóðaratkvæðagreiðslur
Mannréttindastofnun fékk á árinu styrk frá dómsmála- og mannréttindaráðuneyti, til að rannsaka beina þátttöku kjósenda við lagasetningu og við töku ákvarðana um málefni sem varða hag almennings. Dóra Guðmundsdóttir LL.M. og aðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands, framkvæmdi rannsóknina, sem fólst í því að bera saman ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur í stjórnarskrám 29 Evrópuríkja auk Íslands. Markmið rannsóknarinnar var að kanna inntak og þróun stjórnarskrárákvæða um þjóðaratkvæðagreiðslur undanfarna áratugi og það hvernig sú þróun tengist hugmyndum um beint lýðræði. Í niðurstöðunum er stjórnarskrárákvæðum um þjóðaratkvæðagreiðslur lýst, einkum:
- í hvaða tilvikum stjórnarskrár mæla fyrir um að tiltekin mál fari alltaf í þjóðaratkvæðagreiðslu
- hvenær halda má þjóðaratkvæðagreiðslu
- hvenær stjórnarskrárákvæði setja skorður við því að atkvæðagreiðsla fari fram um tiltekin málefni
- frumkvæði að þjóðaratkvæðagreiðslum
Þá eru stjórnarskrárákvæðin skoðuð með tilliti til þess hvort niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu eru bindandi eða ráðgefandi og hvort gerðar eru kröfur um lágmarksþátttöku eða annar þröskuldur settur til þess að atkvæða-greiðslan teljist gild. Loks er fjallað um önnur úrræði, þ.e. reglur um tillögurétt og þjóðarfrumkvæði, en í því felst að ákveðinn fjöldi kjósenda getur krafist atkvæðagreiðslu um tiltekið málefni eða tiltekin lög.
Dómareifanir Mannréttindadómsóls Evrópu
Reifaðir eru valdir dómar sem taldir eru hafa sérstakt gildi fyrir túlkun ákvæða sáttmálans. Þá eru teknir með dómar sem hafa sérstaka þýðingu fyrir íslenskan rétt, einkum í málum gegn hinum Norðurlöndunum þar sem oft er til umfjöllunar löggjöf eða ákvarðanir sem eiga hliðstæðu í íslenskri réttarframkvæmd. Loks eru birtar í heild sinni í íslenskri þýðingu ákvarðanir og dómar í kærumálum gegn íslenska ríkinu.
Annað hefti ársins 2009 en þar eru reifaðir dómar uppkveðnir á tímabilinu júlí til desember 2009, kom út í apríl 2010. Fyrsta hefti ársins 2010, með dómum frá janúar til júní 2010, kom út í október 2010.
16. júní
Opinn fundur í samvinnu við utanríkisráðuneytið - Efling og verndun mannréttinda
Frummælandi: Fr. Navanethem Pilley, mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna
5. nóvember
Opinn fundur í samvinnu við Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands
National initiavite and referendums – Means to strengthen democracy
Frummælendur:
- Ph.D. Ann-Cathrin Jungar, dósent við Södertörn háskóla
- Bruno Kaufmann, forseti Evrópustofnunar um þjóðarfrumkvæði og þjóðaratkvæðagreiðslur
Norrænt doktorsseminar
Dagana 6.-10. september var haldið norrænt doktorsseminar í samvinnu Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands, Mannréttindastofnunar Noregs og Mannréttindaskrifstofu Íslands. Þar var fjallað um það hvort ríki eigi að staðfesta mannréttindasamninga. Þátttakendur voru flestir frá Norðurlöndunum.
Styrkir til framhaldsnáms í mannréttindum
Mannréttindastofnun auglýsti eftir umsóknum, umsóknarfrestur var til 1. maí og bárust þrjár umsóknir. Stjórn stofnunarinnar mat umsóknirnar allar mjög frambærilegar og ákvað að skipta styrkupphæðinni kr. 500.000.- á milli umsækjenda sem voru:
- Gunnar Narfi Gunnarsson, meistaranemi við lagadeild háskólans í Lundi
- Erna Margrét Þórðardóttir, meistaranemi við lagadeild háskólans í Lundi
- Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, meistaranemi við lagadeild Columbia háskóla