Mannréttindastofnun - starfsemi 2006
Starfsemi 2006
Mannréttindastofnun Háskóla Íslands er sjálfseignarstofnun, stofnuð af Háskóla Íslands, Lögmannafélagi Íslands og Dómarafélagi Íslands, 14. apríl 1994. Aðsetur stofnunarinnar er í Lögbergi við Suðurgötu.
Stjórn Lagastofnunar var þannig skipuð árið 2006:
- Björg Thorarensen prófessor við lagadeild HÍ, formaður
- Hjördís Hákonardóttir dómstjóri við héraðsdóm Suðurlands
- Róbert R. Spanó dósent við lagadeild HÍ
- Hrefna Friðriksdóttir hdl. meðstjórnendur.
Varamenn í stjórn voru
- Hilmar Magnússon hrl.
- Pétur Leifsson dósent við lagadeild HA.
Framkvæmdastjóri var María Thejll hdl.
Dómareifanir Mannréttindadómsóls Evrópu
Mannréttindastofnun Háskóla Íslands hóf útgáfu tímarits með dómareifunum Mannréttindadómstóls Evrópu á íslensku árið 2005 en tímaritið mun koma út tvisvar á ári. Dómsmálaráðuneytið styrkir útgáfuna en sérstök ritstjórn hefur umsjón með henni. Ritstjóri tímaritsins er Björg Thorarensen prófessor við lagadeild Háskóla Íslands en í ritnefnd sitja dr. Oddný Mjöll Arnardóttir prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík og Skúli Magnússon héraðsdómari og dósent við lagadeild Háskóla Íslands.
Í tímaritinu eru reifaðir valdir dómar sem taldir eru hafa sérstakt gildi fyrir túlkun ákvæða sáttmálans. Þá eru teknir með dómar sem hafa sérstaka þýðingu fyrir íslenskan rétt, einkum í málum gegn hinum Norðurlöndunum þar sem oft er til umfjöllunar löggjöf eða ákvarðanir sem eiga hliðstæðu í íslenskri réttarframkvæmd. Loks eru birtar í heild sinni í íslenskri þýðingu ákvarðanir og dómar í kærumálum gegn íslenska ríkinu sem fram til þessa hafa aðeins verið birtir á heimasíðu dómsmálaráðuneytisins.
Annað hefti ársins 2005 en þar eru reifaðir dómar uppkveðnir á tímabilinu júlí til desember 2005, kom út í mars 2006. Fyrsta hefti ársins 2006, með dómum frá janúar til júní 2006, kom út í október 2006.
Mannréttindastofnun efndi til málstofu 25. september 2006 undir yfirskriftinni: Nýr alþjóðasamningur um réttindi fatlaðra. Réttarbætur eða fögur fyrirheit. Erindi fluttu:
- Óskar Páll Óskarsson lögfræðingur í félagsmálaráðuneyti
- Brynhildur G. Flóvenz lektor við lagadeild Háskóla Íslands
- Helgi Hjörvar alþingismaður
Björg Thorarensen prófessor við lagadeild Háskóla Íslands var fundarstjóri.
Auglýstur var styrkur að fjárhæð kr. 300.000.- af hálfu Mannréttindastofnunar til framhaldsnáms í mannréttindum á árinu 2005. Tvær umsóknir bárust og var Kjartani Bjarna Björgvinssyni lögfræðingi sem stundaði nám við London School of Economics veittur styrkurinn.
Sjá má nánari upplýsingar á veffangi Mannréttindastofnunar: www.mhi.hi.is.