Hádegismálþing verður haldið 29. október 2025 í Hátíðarsal Háskóla Íslands í tilefni 75 ára afmælis Mannréttindasáttmála Evrópu með erindum, ávarpi og pallborðsumræðum um hlutverk dómstólsins.
Í tilefni af 90 ára afmæli Ragnars Aðalsteinssonar í júní nk., mun Mannréttindastofnun Háskóla Íslands í samstarfi við Rétt - Aðalsteinsson & Partners standa fyrir málþingi í Hátíðarsal Aðalbyggingar HÍ miðvikudaginn 2. apríl nk. kl. 16:00.
Mannréttindastofnun Háskóla Íslands boðar til málstofu um tengsl dánaraðstoðar og mannréttinda miðvikudaginn 15. janúar 2025 kl. 12:00-13:30 í stofu 101 í Lögbergi.
Þriðja hádegismálþing Mannréttindaskrifstofu Íslands á árinu verður haldið föstudaginn 31. maí klukkan 12:00-13:00 í Fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Þetta málþing, sem ber heitið „Réttindi eldra fólks“, er haldið í samstarfi við Mannréttindastofnun Háskóla Íslands.
Frummælendur eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Róbert R. Spanó, prófessor við Lagadeild HÍ, lögmaður hjá Gibson Dunn og fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu.
Í aðdraganda leiðtogafundar Evrópuráðsins á Íslandi standa Félag stjórnmálafræðinga, Mannréttindastofnun HÍ og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála fyrir hádegisfundi sem verður haldinn þriðjudaginn 9. maí á milli kl. 12:00 og 13:00 í stofu N-131 í Öskju í Háskóla Íslands.
Hádegisfundur á vegum Lagadeildar Háskóla Íslands og Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands, fimmtudaginn 9. mars kl: 11:45- 13:10 í Odda O-101.
Í tilefni af skýrslu Rauða krossins á Íslandi um stöðu fólks í „umborinni dvöl“ á Íslandi efnir Mannréttindastofnun Háskóla Íslands og Rauði krossinn á Íslandi til fyrirlesturs og pallborðsumræðna.
Mannréttindastofnun Háskóla Íslands ásamt Lagadeild boðar til málfundar um yfirstandandi krísu frá sjónarhóli þjóðaréttar.
Fundur á vegum Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands og Lagadeildar
Alþjóðamálastofnun og Mannréttindastofnun Háskóla Íslands og utanríkisráðuneytið bjóða til umræðu um loftslagsbreytingar og mannréttindi í tilefni af alþjóðadegi mannréttinda
Gagnrýni á dómstóla: Nauðsynleg eða skaðleg? Rafrænt málþing Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands miðvikudaginn 3. mars 2021.