Header Paragraph

Skýrsla um dóma Mannréttindadómstóls Evrópu um tjáningarfrelsi fjölmiðlafólks á Íslandi 2012 til 2017

Image
Höfuðstöðvar Mannréttindadómstóls Evrópu

Mannréttindastofnun hefur gefið út skýrslu um dóma Mannréttindadómstóls Evrópu um tjáningarfrelsi fjölmiðlafólks á Íslandi 2012 til 2017 eftir Gunnar Pál Baldvinsson, LL.M

Skýrsla þessi fjallar um nýlega dóma Mannréttindadómstóls Evrópu í málum er varða vernd tjáningarfrelsis fjölmiðlafólks á Íslandi. Á árunum 2012 til 2017 hafa fallið átta slíkir dómar. Í sex tilvikum dæmdi Mannréttindadómstóllinn íslenska ríkinu í óhag en í tveimur tilvikum var íslenska ríkið sýknað. Markmið rannsóknarinnar er að leita svara um orsakir þess að Mannréttindadómstóllinn hefur ítrekað komist að þeirri niðurstöðu að Ísland hafi brotið gegn tjáningarfrelsi fjölmiðlafólks, svo og hvað greinir sýknudóma frá áfellisdómum.